67072471_1354553084721591_410812530940706816_n.jpg

Hvernig get ég hjálpað þér?

Það eru ótal aðstæður sem þarfnast vökvunar. Sívaxandi kröfur og fagmennska á golf - og knattspyrnuvöllum, vaxandi gæði í skrúðgarðyrkju og görðum, og hröð þróun í umhverfisvænni nálgun kalla á nýjar hugsanir þegar það kemur að vökvun og ræktun

Engar tvær aðstæður eru eins og sama lausnin er ekki endilega sú sem virkar fyrir alla. Fagleg úttekt á aðstæðum og vökvunarþörf er nauðsynleg hverju sinni til að ná því fram sem þú ert að leita að. Það styttir verktíma og fækkar mistökum að sjá fyrir sér loka niðurstöðuna áður en farið er af stað og það getur á endanum verið mjög dýrmætt.


Hvernig vinn ég?


Gerðu áætlun

Með réttri ráðgjöf er hægt að gera sér grein fyrir því hvaða lausn hentar þér best. Hvort sem þú ert búinn að láta hanna kerfið eða veist nákvæmlega hvað þú vilt, þá eru mögulega betri kostir sem ekki eru eins augljósir en gætu hentað betur.

Flest vökvunarkerfi sem sett eru upp byrja sem löngun til þess að bæta aðstæður, eða fagleg nálgun til þess að hámarka árangur, uppskeru eða gæði þess sem þú ert að rækta. Stundum er ekki alveg ljóst hvar á að byrja eða hvernig það er gert en í öðrum aðstæðum liggur það í augum uppi. Hverjar sem aðstæðurnar eru þá mætum við þér og þínum óskum þar sem þú ert staddur/stödd.

Hannaðu kerfið

Við göngum inn í allar aðstæður og hönnum kerfi sem gæti hentað þér. Við vinnum kostnaðaráætlun í heild sinni og ráðleggjum þér hvað þú þú þarft að hafa í huga og hvernig verkið vinnst. Við erum í samvinnu við jarðverktaka, pípulagningarfyrirtæki, skrúðgarðyrkjumenn, innlenda sem erlenda birgja sem saman geta gefið raunhæfa mynd af verkinu. Við gerum einnig viðhaldssamninga á vökvunarkerfum.

Gerðu það að raunveruleika

Þegar það kemur að því að vinna verkið eru margar leiðir í boði. Margir starfsmenn golfvalla hafa mikla þekkingu á vökvunarkerfum og geta sett niður búnað án verklegrar aðkomu okkar. Aðrir kjósa að fá láta aðra fagmenn, t.d. pípulagningarmenn vinna verkið og þá er okkar ráðgjöf oft nauðsynleg og gagnleg. Oft er besti kosturinn að fá okkur til að setja upp kerfið og bera faglega ábyrgð á verkinu.

 

1-Sveinn-630x420.jpg

SVeinn Steindórsson, eigandi og stofnandi flux vökvun ehf.

“Ég hef unnið innan golfvallageirans í yfir 20 ár. Ég nam golf- og grasvallafræði í Skotlandi og hef unnið á mörgum okkar bestu golfvöllum hér á landi sem og í Skotlandi. Ég hef í gegnum tíðina öðlast dýrmæta reynslu og þekkingu í byggingu og viðhaldi grasvalla og grænna svæða. Ég hef sérhæft mig í vökvunarkerfum, og undanfarin ár hafa vökvunarkerfi frá HUNTER Industries náð góðri fótfestu á Íslandi, með frábærum stuðning frá okkar framleiðanda og viðskiptavinum sem vilja taka næsta skref í sinni ræktun með fagmennsku í fyrirrúmi”