Notendur hunter vökvunarkerfa á íslandi
Golfklúbbur Selfoss Svarfhólsvöllur
Golfklúbbur Selfoss er í metnaðarfullum breytingum og stækkun á golfvelli sínum. Allar nýframkvæmdir þeirra fela í sér sjálfvirka vökvun í teigum, brautum og flötum. Að auki var sett upp ný borholudæla í nýrri borholu.
Golfklúbburinn Lundur Lundsvöllur
Lundsvöllur í Fnjóskadal er 9 holu völlur í förgu umhverfi. Á flötum settu þeir upp hagstæða lausn fyrir minni golfvelli með battístýrðum segullokum. Þessi lausn var bæði hagstæð og einföld og þjónar þeim vel.
VAlur Aðalvöllur
Aðalvöllur Valsmanna er fyrsti gervigrasvöllurinn á Íslandi sem var vökvaður. Með því settu þeir nýjan standard í leikgæðum á gervigarsvöllum landsins.
æfingarsvæði gm
Golfklúbbur Mosfellsbæjar hóf framkvæmdir við nýjan grasæfingarteig og æfingarflatir árið 2018. Þeir vökva bæði teiginn og flatirnar með G885 vökvunarhausum frá Hunter en svæðið var hannað af Edwin Roald golfvallahönnuði.
Valur Friðriksvöllur
Friðriksvöllur er æfingarsvæði að Hlíðarenda, og með tilkomu hans voru þeir einnig fyrstir til að setja niður sérhæft ST-1600 vökvunarkerfi, ætlað til vökvunar á gervigarsvöllum.
Víkingur Aðalvöllur
Víkingsvöllur skartar ST-1600 vökvunarkerfi. Hausarnir kasta 42-43 metra og dælubúnaður skilar um 12 sekúndulítrum af vatni sem bleytir yfirborðið hratt.
Fylkir Aðalvöllur
Fylkir er með sambærilega lausn og Víkingur. Sex ST-1600 hausar og Lowara dæla sem vaktar þrýstingsfall við vökvun og bætir við þrýsting og flæði þegar á þarf að halda.
Kópavogsvöllur
Breiðablik notar sitt kerfi hvað mest af öllum notendum gervigrasvökvunar á Íslandi. Það vitum við því í nettengdri snjallstýringunni skráist öll notkun sjálfkrafa.
Fjölnir Aðalvöllur
Fjölnir var fyrsti náttúrgrasvöllurinn sem valdi Hunter vökvunarkerfi fyrir sinn völl. Það hefur virkað vel og sumarið 2020 uppfærðu þeir stýringuna í nettengda snjallstýringu sem hægt er að stýra úr hvaða síma eða tölvu sem er.
Keflavík Gervigrasvöllur
Keflvíkingar vígðu nýjan gervigrasvöll haustið 2021. Völlurinn var byggður sumarið 2020 og er búinn ST-1600 kerfi, ásamt Lowara dælubúnaði
FH aðalvöllur
Aðalvöllurinn að Kaplakrika skartar blöndu af G885 og I-40 vökvunarhausum sem stýrt er með Hydrawise snjallstýringu. Einnig var sett upp dæla sem eykur stýsting og hámarkar afköst kerfisins við vökvun.
Gróska gróðurveggur
Gróðurveggurinn í Grósku er frábært dæmu um snjalleiginleika stýringanna frá Hunter. Hydrawise kerfi stýrir vökvun inn á þennan glæsilega vegg, vaktar flæði og lætur vita í gegnum síma/app ef eitthvað fer úrskeðis.
FH - Skessan
Skessan er knatthús sem FH-ingar tóku í notkun 2019. Í vellinum eru 6 ST-1600 hausar sem settir voru niður þegar völlurinn var byggður, en áformað er að hefja notkun þess þegar framkvæmdum við dæluhús og inntak er lokið.
perlan gróðurveggur
Gróðurveggurinn í Perlunni var byggður fyrir nokkru síðan. Til að auka nákvæmni og auðvelda viðhald settum við upp Hyrdawise stýringu í hann sem nú þegar hefur sannað gildi sitt við vöktun og stýringu á vökvun veggsins.
Sky Lagoon
Sky Lagoon er hágæða Spa og heilsu upplifun í fallegu umhverfi á Kársnesi. Öllum grænum svæðum er tryggð vökvun með MP Rotorum sem stýrt er úr nettengdri stýringu.
Gervigrasvöllurinn Dalvík
Gervigrasvöllurinn á Dalvík var byggður árið 2019. Í honum er ST-1600 vökvunarkerfi með dælubúnaði sem við settum upp í samstarfi við fagmenn á staðnum.
golfklúbbur öndverðarness
árið 2019 vígði Golfkúbbur Öndverðarness nýtt dæluhús með Lowara dælu sem fæðir sjálfirkt vökvunarkerfi vallarins. Vatnið dregur hún úr safntjörn ofan við 11. braut vallarins.